Niðurrif kapítalismans gefur ekki miklar tekjur

Meðlimir Hatara og eigendur Svikamyllu ehf., þeir Klem­ens Hannig­an og …
Meðlimir Hatara og eigendur Svikamyllu ehf., þeir Klem­ens Hannig­an og Matth­ías Har­alds­son, í mótmælum á Austurvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svikamylla ehf. hagnaðist í fyrra um rúmar 840 þúsund krónur, samanborið við tæpar 190 þúsund krónur árið áður.

Eigendur Svikamyllu eru Klemens Hannigan, Matthías Haraldsson og Einar Stefánsson, sem eru þekktastir fyrir að mynda saman hljómsveitina Hatara, sem tók þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd vorið 2019.

Tekjur félagsins námu í fyrra tæplega 7,5 milljónum króna og drógust saman um tæpar 12 milljónir á milli ára. Tekjurnar námu úmlega 31 milljón króna árið 2019 og hafa dregist nokkuð saman. Rekstrarkostnaður félagsins var í fyrra um 6,4 milljónir króna en var um 18,6 milljónir árið áður. Eigið fé félagsins var í árslok tæpar 1,9 milljónir króna.

Í ársreikningi Svikamyllu segir að tilgangur félagsins sé meðal annars niðurrifsstarfsemi hvers konar á kapítalismanum og að eiga og reka fasteignir. Félagið á þó enga fasteign.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK