Skortur á raforku gæti ógnað hagvexti á Íslandi

Vilhjálmur Egilsson á fundi um vindorku í Hjálmakletti.
Vilhjálmur Egilsson á fundi um vindorku í Hjálmakletti. mbl.is/Baldur

Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur segir það getað skapað áhættu fyrir íslenskt hagkerfi ef áform um orkuskipti ganga ekki eftir. Sé krafan um græna orku ekki uppfyllt geti það bitnað á útflutningi íslenskra sjávarafurða og á flugsamgöngum.

Auka þurfi framleiðslu á raforku um 24 þúsund gígavattstundir ef markmið um orkuskipti fyrir 2040 eiga að nást. Í mesta lagi tíundi hluti þess muni að óbreyttu nást fyrir 2030. Því geti sú staða komið upp að orka verði skömmtuð á Íslandi.

Þá telur Vilhjálmur vandséð að orkuskiptin geti gengið eftir án þess að nýta vindorkuna. Ef fimmtungs orkuþarfarinnar verði aflað með vatnsorku, sem sé raunhæft, en hins hlutans með vindorku, muni það samsvara 800 vindmyllum.

Vilhjálmur var í forsvari á kynningarfundi um vindorku og orkutengda atvinnusköpun í Borgarnesi. Þar voru jafnframt fulltrúar vindorkufyrirtækja og Norðuráls.

Vel á þriðja þúsund störf

Samkvæmt greiningu Frímanns Guðmundssonar, sérfræðings hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte, má ætla að fyrirhuguð vindorkuver á Vesturlandi geti skapað yfir 24 milljarða í skatttekjur fram á miðja öldina og skapað á þriðja þúsund störf.

Áformin eru ekki óumdeild og mótmæltu nokkrir fundarmenn þeim harðlega á fundinum.

Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK