Englandsbanki hækkar vexti og varar við samdrætti

Englandsbanki hækkaði vexti sína í dag.
Englandsbanki hækkaði vexti sína í dag. AFP

Englandsbanki hækkaði í morgun stýrivexti sína til að reyna að stemma stigu við vaxandi verðbólgu í landinu. Bankinn varaði um leið við því að það stefndi í samdrátt breska hagkerfisins. Nemur hækkunin 0,5 prósentustigum og eru vextir bankans nú 2,25%.

Englandsbanki fylgir með þessu í fótspor fjölda annarra seðlabanka sem hafa haldið áfram að hækka stýrivexti sína í þessari viku. Þannig hækkaði bandaríski seðlabankinn vexti sem og aðrir bankar í Evrópu, t.d. norski seðlabankinn sem hækkaði einnig vexti í dag og hafa þeir ekki verið hærri frá því árið 2011.

Ákvörðun Englandsbanka var frestað í síðustu viku vegna andláts Elísabetar II. Englandsdrottningar, en hækkunin núna kom greiningaraðilum lítið á óvart. Er um að ræða jafn skarpa hækkun og í ágúst þegar bankinn hækkaði vexti sína líka um 0,5 prósentustig, en áður hafði bankinn ekki farið í jafn skarpa hækkun í einu skrefi síðan árið 1995. Jafnvel voru vangaveltur um hvort Englandsbanki myndi fylgja í fótspor Seðlabanka Evrópu og bandaríska seðlabankans sem hækkuðu stýrivexti um 0,75 prósentustig.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK