Spá nú lægri verðbólgu

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Greiningardeild Íslandsbanka hefur lækkað verðbólguspá sína fyrir ágústmánuð, en bankinn spáir því nú að verðbólgan lækki niður í 9,4% á ársgrundvelli. Fyrri spá bankans frá því í síðustu viku gerði ráð fyrir að verðbólgan yrði 9,6%. Þetta kemur til vegna nýrra gagna frá Þjóðskrá og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað milli mánaða.

Samkvæmt þessum nýju tölum lækkar sérbýli um 2,4% en verð á fjölbýli hækkaði hins vegar um 0,1%. Segir greiningardeildin að augljóst sé að íbúðamarkaðurinn sé að kólna allhratt og hraðar en bankinn hafi gert ráð fyrir.

Þá hefur greiningardeildin einnig uppfært skammtímaspá sína og segir nú að útlit sé fyrir að verðbólgan muni hjaðna aðeins hraðar en áður var gert ráð fyrir. Spáir bankinn því nú að verðbólgan verði komin í 8,7% í desember. Langtímaspáin gerir einnig ráð fyrir að verðbólgan verði að meðaltali 6,3% á næsta ári og 3,9% árið 2024.

Segir í Korni greiningardeildarinnar að ljóst sé að aðgerðir Seðlabankans að hækka vexti séu nú loksins farnar að hafa áhrif: „Þessi mæling á vísitölunni er að okkar mati staðfesting á mjög hraðri kólnun á íbúðamarkaði undanfarna mánuði. Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þróunin á íbúðamarkaði verður næsta kastið. Það er í öllu falli nokkuð ljóst að aðgerðir Seðlabankans, sem fyrst hóf að hækka vexti í maí 2021, eru loksins farnar að hafa áhrif.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK