Tekjur Bjórlands nær fimmfölduðust á milli ára

Þórgnýr Thoroddsen á 65% hlut í Bjórlandi
Þórgnýr Thoroddsen á 65% hlut í Bjórlandi Kristinn Magnússon

Tekjur Bjórlands ehf. námu í fyrra um 66,5 milljónum króna, samanborið við 14,4 milljónir króna árið árið 2020, og nær fimmfölduðust því á milli ára. Rekstargjöld félagsins námu aftur á móti um 67,8 milljónum króna, samanborið við 13,6 milljónir króna árið áður.

Heildartap félagsins á síðasta ári nam 1,8 milljón króna, en félagið hagnaðist um tæpar 700 þúsund krónur árið áður. Eigið fé félagsins var í árslok síðasta árs neikvætt um 600 þúsund krónur.

Bjórland hefur verið nokkuð í fréttum frá því að félagið var stofnað í byrjun árs 2020. Félagið vakti athygli vorið 2020 þegar það hóf að gefa bjór en rukka fyrir heimsendingu. Þá höfðaði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) mál gegn félaginu þar sem ríkisstofnunin taldi að starfsemi Bjórlands hefði valdið stofnuninni tjóni. Málinu var hins vegar vísað frá dómi.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK