Vilja að greining Google verði ólögleg á Íslandi

Neytendasamtökin skora á Persónuvernd að leggja tafarlaust bann við vefvöktunarforritinu.
Neytendasamtökin skora á Persónuvernd að leggja tafarlaust bann við vefvöktunarforritinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Persónuverndaryfirvöld í Danmörku komust að þeirri niðurstöðu í dag að notkun danskra vefsíðna á vefvöktunarforritinu Google Analytics bryti í bága við persónuverndarlög.

Neytendasamtökin telja að það sama eigi við á Íslandi og skora á Persónuvernd að fara að dæmi danskra starfssystkina sinna og leggja tafarlaust bann við vefvöktunarforritinu á Íslandi.

Þetta kemur fram á vefsíðu Neytendasamtakanna

Viðvörun til íslenskra aðila

Persónuvernd gaf út tilkynningu fyrr á árinu í kjölfar þess að persónuverndarstofnanir í Austuríki og Frakklandi komust að þeirri niðurstöðu að þarlendum fyrirtækjum væri óheimilt að nota greiningartólið.

Í fréttinni kom fram að þar sem að niðurstöður austurtísku og frönsku stofnananna væru byggðar á persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins sem hefur lagagildi hér á landi mætti vænta þess að niðurstöðurnar gæfu vísbendingu um hvernig yrði tekið á sambærilegum málum hér á landi.

Neytendasamtökin segja á vefsíðu sinni að það megi túlka þessi tíðindi sem viðvörun til íslenskra vefumsjónaraðila. 

„Örlítil könnun sýnir að nánast öll íslensk fyrirtæki og stofnanir nota Google Analytics. Það á jafnt við um Alþingi sem og Stjórnarráð Íslands,“ kemur fram í tilkynningu Neytendasamtakanna um málið og því ljóst að mögulegt bann gegn notkun greiningarvélarinnar myndi hafa áhrif á ýmsa aðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK