Vaxtahækkanir og verðbólga bíta á Orkuveituna

Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vaxtahækkanir hafa aukið fjármagnskostnað Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Þá birtist verðbólgan einnig í auknum verðbótum hjá fyrirtækinu. Hins vegar hefur eiginfjárhlutfallið hækkað. Vextir fara hækkandi á alþjóðamörkuðum og hafa Englandsbanki, Bandaríski seðlabankinn og sá evrópski allir hækkað vexti á síðustu vikum.

Benedikt Kjartan Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitunni, segir vaxtahækkanir erlendis hafa áhrif á fjárhag fyrirtækisins. Hluti af lántöku Orkuveitunnar sé enda í erlendri mynt.

„Því er vel að við höfum erlendar tekjur á móti en það er náttúruleg vörn fólgin í því. Hluti af okkar lánasamningum er með föstum vöxtum og þá erum við að hluta varin fyrir vaxtahækkunum þar til þeir samningar klárast. Hluti af okkar samningum er hins vegar með breytilegum vöxtum og eru vextir jafnan ákvarðaðir á 3-6 mánaða fresti. Þá taka erlendu lánin breytingum með vaxtahækkunum erlendis,“ segir Benedikt Kjartan.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka