Minni tekjur Dress up Games en mikið eigið fé

Inga María Guðmundsdóttir er stofnandi og eigandi Dress up games.
Inga María Guðmundsdóttir er stofnandi og eigandi Dress up games. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Hagnaður Dress Up Games nam í fyrra um 8,5 m.kr. og lækkar um eina milljón á milli ára. Tekjur félagsins námu um 12,2 m.kr. og drógust einnig saman um rúma milljón frá fyrra ári. Eigið fé félagsins var í árslok um 89 m.kr.

Félagið hagnaðist vel á árum áður og á árunum 2008-2010 um rúmar 300 m.kr. en síðan þá hafa tekjur þess lækkað ár frá ári.

Eigandi fyrirtækisins er Inga María Guðmundsdóttir, búsett á Ísafirði, en hún stofnaði vefsíðuna árið 1998. Dress Up Games er vefsíða sem býður upp á samnefndan dúkkulísuleik og aðra svipaða sem hægt er að spila ókeypis, en tekjur síðunnar koma af auglýsingasölu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK