Manchester United tapar en bætir met í launakostnaði

Cristiano Ronaldo í leik Manchester United og Real Sociedad í …
Cristiano Ronaldo í leik Manchester United og Real Sociedad í Evrópudeildinni. AFP/Oli Scarff

Enska knattspyrnuliðið Manchester United tapaði á síðasta fjárhagsári um 115,5 milljón sterlingspundum, þrátt fyrir að tekjur félagsins hafi aukist um 18% á tímabilinu.

Frá þessu er greint á vef BBC en fjárhagstímabili félagsins lýkur í júní. Tapið eykst um 23 milljónir punda á milli ára og skuldir félagsins jukust um 22%.

Launakostnaður félagsins jókst um 19% á tímabilinu, en á síðasta tímabili samdi félagið við leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Jadon Sancho og Raphael Varane. Launakostnaður félagsins er nú um 384 milljónir punda á ársgrundvelli, en ekkert félag hefur haft jafn háan launakostnað frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar.

Þá nam kostnaður vegna uppsagna Oles Gunnars Solskjærs og Rafls Rangnicks, og þjálfarateyma þeirra, tæpum 25 milljón pundum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK