Guðrún tekur við af Ástu og stýrir Krónunni

Guðrún Aðalsteinsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Krónunnar.
Guðrún Aðalsteinsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Krónunnar.

Guðrún Aðalsteinsdóttir rekstrarverkfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar, en hún hefur störf strax í dag. Guðrún tekur við af Ástu Sigríði Fjeldsted sem var ráðin forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, fyrr í mánuðinum.

Guðrún hefur starfað hjá Krónunni í tæp tvö ár, nú síðast sem forstöðumaður stafrænnar þróunar og umbótaverkefna, þar á undan sem forstöðumaður innkaupa- og vörustýringar.

Guðrún er rekstrarverkfræðingur með M.Sc. gráðu frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU). Hún starfaði áður sem for­stöðumaður hjá Icelanda­ir á rekstr­ar­sviði þar sem hún var ábyrg fyr­ir m.a. sölu og þjón­ustu í flug­vél­um fé­lags­ins, vöruþróun, inn­kaup­um, birgðastýr­ingu og fram­leiðslu því tengdu.

Hún hef­ur enn frem­ur alþjóðlega reynslu frá Nýja-Sjálandi, þar sem hún vann í þrjú ár fyrst sem yfirmaður verkefnastofu og seinna sem yfirmaður ráðgjafar á sviði rekstrarumbóta og stefnumótunar í heilbrigðisþjónustu hjá ráðgjafastofunni Te whatu ora health. Þar áður starfaði hún hjá Novo Nordisk Engineering (NNE) í Kaupmannahöfn við verkefnastýringu og áætlanagerð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK