Helgi kemur til Kerecis frá LS Retail

Helgi Jósepsson er nýr forstöðumaður lögfræði- og skattamála hjá Kerecis.
Helgi Jósepsson er nýr forstöðumaður lögfræði- og skattamála hjá Kerecis.

Kerecis hefur ráðið Helga Jósepsson sem forstöðumann lögfræði- og skattamála, en Helgi kemur til Kerecis frá LS Retail, sem er alþjóðlegt hugbúnarfyrirtæki með íslenskar rætur. Helgi starfaði þar í sjö ár með ábyrgð á lögfræði- og skattamálum, en áður starfaði hann sem skattalögfræðingur hjá KPMG á Íslandi.

Í tilkynningu frá Kerecis kemur fram að Helgi hafi undanfarin ár kennt skattarétt í Háskólanum í Reykjavik. Starfsstöð Helga verður í Reyjavík og mun hann starfa á skrifstofu forstjóra Kerecis.

Kerecis nýtir roð og fitusýrur og býr til úr þeim lækningavörur. Vörur Kerecis eru m.a. notaðar til meðhöndlunar á sykursýkissárum, brunasárum, munnholssárum og til margs konar uppbyggingar á líkamsvef. Í dag starfa hátt í 400 manns hjá fyrirtækinu á heimsvísu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK