Leviosa fær 100 milljón króna fjármögnun

Matthías Leifsson (t.v.) og Davíð Þórisson eru stofnendur Leviosa.
Matthías Leifsson (t.v.) og Davíð Þórisson eru stofnendur Leviosa. Ljósmynd/Aðsend

Rannsókn MBA-nema við Háskólann í Reykjavík árið 2020 leiddi í ljós að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk ver 50-70% af tíma sínum við tölvuskjá. Hugbúnaðarfyrirtækið Leviosa vinnur að því að stytta þennan tíma um að lágmarki þriðjung.

Nú stendur yfir undirbúningur að innleiðingu lausnarinnar til prófana á Landspítalanum. Ef markmiðið um styttingu skráningartíma er heimfært á allt starfsfólk spítalans myndi það jafngilda um 400 nýjum stöðugildum.

Í tilkynningu frá Leviosa segir að í september hafi fyrirtækið lokið 100 milljón króna fjármögnun frá innlendum einkafjárfestum. Fjármögnunin er liður í því að stækka þróunarteymið og koma vörum fyrirtækisins á innlendan markað.

Í haust munu starfsmenn Leviosa verða tíu talsins, bæði á Íslandi og erlendis. Stefnt er að því að hefja erlenda markaðssókn á næsta ári, sem byggir á reynslu prófana og innleiðingar Leviosa hjá íslenskum heilbrigðisstofnunum. Sérstaða Leviosa er þróun með notendum kerfisins og að horfa á sjúklinginn sem virkan þátttakanda í ferlinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK