Stýrivextir hækka líklega meira

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir ekki útilokað að Seðlabankinn staldri við í ljósi nýjustu verðbólgumælinga Hagstofunnar og hækki ekki vexti á næstu tveimur vaxtákvörðunarfundum fram að áramótum.

„En miðað við þann tón sem bankinn sló í ágúst þá voru þau enn þá mjög áhyggjufull yfir háum verðbólguvæntingum og þær eru enn þá hærri en góðu hófi gegnir þótt verðbólguálag á markaði hafi skánað,“ segir Jón Bjarki. Hann er gestur Dagmála.

„Mér finnst líklegast að eitthvað sé eftir. En eins og kemur fram í spánni okkar um daginn þá erum við held ég líklega að nálgast endalokin á þessu vaxtahækkunarferli. Hvort sem það verður við 5,5%, 6% eða 6,5%. Þá virðist tækið farið að bíta það vel að einhver tveggja stafa tala í stýrivöxtum eins og var hér áður fyrr sé mjög ólíklegt.“

Viðtalið við Jón Bjarka og Gísla Frey Valdórsson, fréttastjóra viðskipta á Morgunblaðinu má sjá hér í heild:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK