Bjargey ný framkvæmdastýra Gleipnis

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir framkvæmdastýra Gleipnis – nýsköpunar og þróunarseturs.
Bjargey Anna Guðbrandsdóttir framkvæmdastýra Gleipnis – nýsköpunar og þróunarseturs. Ljósmynd/Aðsend

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir hefur verið skipuð í starf framkvæmdastýru Gleipnis – nýsköpunar og þróunarseturs á Vesturlandi.

Gleipnir er sjálfseignarstofnun sem komið var á fót í maí. Stofnaðilar eru fjölmargir, þar á meðal Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Landsvirkjun, Háskóli Íslands, Íslandsstofa, Orkustofnun og Auðna tæknitorg.

Ásthildur Bragadóttir, endurmenntunar- og nýsköpunarstjóri segir að hlutverk Bjargeyjar verði að fara af stað með ný verkefni sem tengjast uppbyggingu setursins þar á meðal á sviði matvælaframleiðslu og landbúnaðar.

„Það er mikil umræða að Ísland þurfi að vera sjálfstætt þegar kemur að fæðuöryggi. Það eru til dæmis gríðarleg tækifæri í matvælaframleiðslu. Fyrirtæki á sviði örþörungaræktar eru að koma inn á markaðinn þar sem er verið að búa til hágæða prótein með nýtingu grænnar orku,“ segir Ásthildur í samtali við mbl.is.

Hún nefnir einnig að breytingar séu í vændum hjá grænmetisbændum. Nokkrir eru komnir með lítilsháttar útflutning og eru vonir bundnar við að enn meira verði hægt að gera í þeim efnum. Þá er verið að skoða hvernig hægt sé að auka líftíma grænmetis.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK