Sat í stjórn en kom ekki að sinni eigin ráðningu

Katrín Olga Jóhannesdóttir.
Katrín Olga Jóhannesdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls sóttu 50 manns um starf framkvæmdastjóra nýs dótturfélags Landsnets, sem hefur ekki fengið endanlegt nafn, en félagið hefur það hlutverk að setja á fót og reka heildsölumarkað raforku hér á landi. Tilkynnt var í síðustu viku að Katrín Olga Jóhannesdóttir hefði verið ráðin í stöðuna.

Katrín Olga hefur setið í stjórn Landsnets, sem er opinbert félag, frá 2020.

Í svari til Morgunblaðsins, þar sem spurt er um núverandi stöðu hennar, kemur fram að hún hafi tilkynnt um úrsögn sína úr stjórn 11. september sl. og vikið úr stjórn degi síðar.

„Stofnun undirbúningsfélags var rædd og ákvörðun tekin á stjórnarfundi í maí 2022. Raforkumarkaður hefur oft komið fyrir á stjórnarfundum með almennari hætti,“ segir í svari Landsnets þegar spurt er um það hversu oft hafi verið rætt um stofnun nýs félags í stjórn.

Þá kemur fram að stjórn Landsnets, Katrín Olga þar meðtalin, hafi ekki komið að ráðningarferlinu heldur hafi það verið í höndum Guðmundar I. Ásmundssonar, forstjóra Landsnets og stjórnarformanns hins nýja dótturfélags. Staðan var auglýst og ráðningastofan Intellecta veitti ráðgjöf og sá um ferlið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK