Aftur bjart yfir flugi á Keflavíkurflugvelli

Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, er bjartsýnn.
Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, er bjartsýnn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, segir fyrirtækið hafa hagrætt eftir fall WOW air, stærsta viðskiptavinar fyrirtækisins, og að reksturinn hafi verið kominn á réttan kjöl þegar farsóttin hófst.

Airport Associates muni á næstu árum njóta þessarar hagræðingar, og innleiðingar nýrrar tækni þegar flugumferðin nær fyrri hæðum.

„Ég er afar bjartsýnn á framtíðina. Þau flugfélög sem við erum með samninga við hafa áform um að auka jafnt og þétt við flugáætlun sína á næstu árum,“ segir Sigþór Kristinn.

Munar mikið um PLAY

„Þar munar líka virkilega mikið um stækkunaráform PLAY á næstu árum en félagið verður með tíu flugvélar á næsta ári, þrettán árið 2024 og fimmtán vélar 2025.“

Ásamt því að hagræða og innleiða tækni keypti Airport Associates fyrirtækið Suðurflug, eftir að kórónuveirufaraldurinn var hafinn.

Rætt er ítarlega við Sigþór í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK