Yfir 260 milljarðar þurrkuðust út

Verðmæti skráðra fyrirtækja hefur lækkað nokkuð hratt í Kauphöllinni á …
Verðmæti skráðra fyrirtækja hefur lækkað nokkuð hratt í Kauphöllinni á undanförnum vikum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöllinni lækkaði um rúma 260 milljarða króna frá miðjum september til upphafsdags viðskipta í þessari viku.

Viðmælendur ViðskiptaMoggans af markaði telja nokkra óvissu ríkja á hlutabréfamarkaði og gera ráð fyrir því að sú óvissa muni ríkja næstu vikurnar. Svo virðist sem lífeyrissjóðir hafi haldið að sér höndum og komi ekki sterkir inn á kaupendahliðina sem kunni að leiða það af sér að hlutabréf lækki enn frekar. Rétt er þó að taka fram að enginn viðmælendanna býst við verðhruni heldur eigi lækkunarhrinan sér eðlilegar skýringar og von sé til þess að markaðir taki við sér á ný síðar í haust þegar óvissa kunni að minnka.

Lesa má nánar um málið í ViðskiptaMogganum í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK