Origo hækkar um 20%

Origo hf. seldi í gærkvöldi 40% hlut sinn í Tempo.
Origo hf. seldi í gærkvöldi 40% hlut sinn í Tempo. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlutabréf Origo hafa hækkað um 20% frá því Kauphöllin opnaði klukkan 9.30 í morgun. Þegar þetta er ritað standa bréfin í 84 krónum á hlut en verðið var 70 krónur við lokun markaða í gær.

Tilkynnt var í gærkvöldi um að fyrirtækið hefði selt 40% hlut sinn í Tempo fyrir 29 milljarða króna.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar var virði Tempo í viðskipt­un­um metið á 600 millj­ón­ir banda­ríkja­dala, eða sem nem­ur um 89 millj­örðum ís­lenskra króna.

Sam­kvæmt kaup­samn­ingi fær Origo greitt í reiðufé 195 millj­ón­ir dala fyr­ir hlut sinn, en það nem­ur um 29 millj­örðum. Sölu­hagnaður Origo vegna viðskipt­anna er áætlaður um 156 millj­ón­ir dala, eða 23 millj­arðar, en þá er tekið til­lit til bók­færðs virðis og kostnaðar vegna viðskipt­anna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK