Skel kaupir Klett

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar.
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar.

Fjárfestingafélagið Skel hefur fest kaup á Kletti - sölu og þjónustu ehf. og Klettagörðum 8-10 ehf. í gegnum félagið Skeljungur ehf., en Klettur er sölu- og þjónustufyrirtæki fyrir vinnuvélar, hópbifreiðar, skipavélar, varaaflstöðvar og hjólbarða. Síðara félagið á og rekur húsnæðið sem hýsir Klett við Klettagarða og víðar. Greint er frá kaupunum í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Klettur er meðal annars umboðsaðili fyrir Scania og Caterpillar á Íslandi og þá rekur það þjónustuverkstæði í Klettagörðum í Reykjavík og á Akureyri. Þá rekur félagið hjólbarðaverkstæði undir nafni Kletts auk þess að eiga vörumerkið Sólningu. Áætluð velta Kletts á þessu ári er um 8,2 milljarðar og að hagnaður félagsins fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði sé um 405 milljónir.

Klettur rekur meðal annars samnefnt dekkjaverkstæði.
Klettur rekur meðal annars samnefnt dekkjaverkstæði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knútur áfram en Kristján Már verður forstjóri

Í tilkynningunni kemur fram að Knútur Grétar Hauksson, núverandi forstjóri og stærsti eigandi Kletts, hafi samþykkt að verða stjórnarformaður þess og þá hefur náðst samkomulag við lykilstarfsmenn um kaup á 4% hlut í eignarhaldsfélaginu.  Kristján Már Atlason mun taka við sem forstjóri Kletts.

Heildarvirði Kletts samkvæmt kaupsamningnum nemur 2,3 milljörðum, en gæti breyst með hliðsjón af stöðu vaxtaberandi skulda og veltufjármuna á uppgjörsdegi.

Áætla að ársveltan verði 70 milljarðar

Skel fjármagnar kaupin með 600-70 milljón króna hækkun á hlutafé í Skeljungi sem Skel leggur til, nýjum lánum og yfirtöku eldri lána. Skeljungur er það dótturfélag Skeljar sem þjónustar fyrirtæki og er með heildsölu á t.d. eldsneyti, efnavörum, áburði og öðrum vörum.

Auk fasteignarinnar í Klettagörðum eiga Klettagarðar 8-10 ehf. eignirnar Suðurhraun 2 í Garðabæ og Hjalteyrargötu 8 á Akureyri. Eru áætlaðar leigutekjur á ári 147 milljónir. Í kaupsamningnum er félagið metið á 1,5 milljarð. Eru kaupin á félaginu fullfjármögnuð með reiðufé og yfirtöku eldri lána.

Skel áætlað að eftir kaupin verði velta Skeljungs árið 2023 að Kletti meðtöldum 70 milljarðar og að hagnaður þess fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir nemi 1,3 til 1,5 milljörðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK