Ráðherra olli titringi á fjármálamarkaði

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verulegur kurr er meðal forsvarsmanna margra lífeyrissjóða og sjóðastýringafyrirtækja í kjölfar tíðinda á fimmtudag þess efnis að fjármála- og efnahagsráðherra hygðist setja ÍL-sjóð (gamla Íbúðalánasjóð) í slitameðferð ef ekki tækist að fá kröfuhafa sjóðsins til þess að taka hann yfir fyrir áramót.

Benti ráðherra á að lögfræðiálit, sem hann hefði látið vinna, sýndi að ríkisábyrgð á sjóðnum væri afar takmörkuð og með slitum nú gæti ríkisvaldið sparað skattgreiðendum allt að 150 milljarða króna að núvirði. Allt bendir til þess að botnlaust tap verði af starfsemi sjóðsins uns hann gerir upp sínar síðustu skuldbindingar árið 2044. Þá er áætlað að halli sjóðsins muni nema 450 milljörðum króna sem ríkisábyrgðin nær yfir, nema gripið verði til aðgerða nú, eins og ráðherra hefur boðað að gert verði.

„Gjörningur“ fjármálaráðherra

„Málið er sett fram af fjármálaráðherra eins og hann sé að gera landsmönnum einhvern greiða með þessum gjörningi. Í raun og veru er ríkissjóður með þessu að reyna að fara í vasa almennings. Þetta er tilraun til þess að ganga í sparnað almennings, sparnað sem sem liggur í lífeyrissjóðum og verðbréfasjóðum sem eru í eigu landsmanna,“ segir Davíð Rúdolfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis, eins stærsta lífeyrissjóðs landsins. Gagnrýnir hann á sama hátt tímasetningu ákvörðunar ráðherra og það hvernig ráðuneyti hans hafi staðið að málum. Það hafi skapað óvissu á markaði.

Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa á markaði hækkaði í gær og þá segja viðmælendur Morgunblaðsins að daufleg viðskipti og talsverðar lækkanir á hlutabréfamarkaði megi að hluta rekja til ákvörðunar ráðherra.

Er það mat viðmælenda Morgunblaðsins að lífeyrissjóðir landsins hafi í raun orðið fyrir gríðarlegri eignaupptöku með ákvörðun ráðherra. Þar á meðal séu sjóðir sem ekki megi við frekari ágjöf en þeirri sem nú þegar er komin fram á mörkuðum. Allt stefni í að margir þeirra þurfi að skerða lífeyrisréttindi sjóðfélaga sinna á komandi ári.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK