Reyndist gæfuspor að selja meirihlutann 2018

Jón Björnsson, forstjóri Origo segir að það hafi reynst gæfuspor þegar Origo seldi 55% hlut í fyrirtækinu árið 2018. Miðað við fjárfestakynningar frá þeim tíma sjáist hins vegar að uppleggið hafi ekki verið að selja meirihluta í fyrirtækinu í fyrstu lotu.

Origo var í liðinni viku útnefnt nýsköpunarfyrirtæki ársins 2022 þegar Creditinfo kynnti nýjan lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki ársins.

Tempo er í dag metið á tugi milljarða króna og nýverið seldi Origo 40% eftirstæðan hlut í því fyrir 28 milljarða króna.

Góð vara sem fest hefur sig í sessi

„Þarna fer saman góð vara sem hefur náð að festa sig vel í sessi og fyrirtækið hefur náð að skila ágætis afkomu seinni árin. Þótt flest fyrirtæki séu í neikvæðri afkomu framan af en fyrirtækið hefur sýnt sig að með því að ná ákveðinni stækkun og komast lengra þá hefur það getað skilað okkur góðri afkomu og jákvæðu sjóðstreymi.“

Segir hann merkilegt að hugsa til þess að Tempo sé orðið 15 ára gamalt en sé þó enn nýsköpunarfyrirtæki.

„Þegar maður skoðar þessar vörur og þessi fyrirtæki sem ná árangri þá tekur þetta alltaf 10-15 ár. Þetta er ekki einhver overnight success og að þetta taki eitt til tvö ár og þá sé verkefninu lokið.“

Jón segir að Origo vilji horfa svona á málin og hann vonar að fyrirtækið komist enn lengra með næsta verkefni af þessum toga í næstu lotu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK