Gengur frá kaupum á Twitter og rekur forstjórann

Elon Musk
Elon Musk AFP/Olivier Douliery

Bandaríski auðkýfingurinn Elon Musk gekk í gær frá kaupum á Twitter og er hann nú orðinn eini eigandi samfélagsmiðilsins. Kaupverðið var 44 milljarðar Bandaríkjadala eða því sem nemur 6.336 milljörðum íslenskra króna. Í kjölfarið fékk hópur yfirmanna hjá fyrirtækinu reisupassann, þar á meðal forstjóri þess Parag Agrawal.

Samkvæmt BBC hefur Twitter ekki staðfest fréttirnar af kaupunum en einn af fjárfestum fyrirtækisins hefur sagt að búið sé að ganga frá samningnum. Þá tísti Elon Musk „fuglinn er frjáls,“ seint í gærkvöldið.

Ned Segal fjármálastjóri og Vijaya Gadde yfirlögfræðingur eru í hópi þeirra yfirmanna sem var sagt upp. Var Segal ásamt Agrawal vísað út úr höfuðstöðvum fyrirtækisins eftir að samningurinn var undirritaður.

Ef marka má tíst Haralds Þorleifssonar, stjórnanda hjá Twitter, hafa fréttirnar komið starfsmönnum í opna skjöldu. „Fréttamenn eru að spyrja mig hvað sé að gerast og ég segi nei, segið þið mér hvað sé að gerast,“ tísti hann í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK