Bandaríkjadalur í hæstu hæðum

Staðan í dag er töluvert önnur en sú sem var …
Staðan í dag er töluvert önnur en sú sem var uppi þegar bandaríkjadalur var síðast svo sterkur á móti krónu í miðju efnahagshruni. Þá var krónan afar verðlítil sem er ekki tilfellið í dag. AFP

Gengi bandaríkjadals hefur ekki verið hærra gagnvart íslenskri krónu síðan í efnahagshruninu 2008. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands, segir stöðu alþjóðamála helsta áhrifavaldinn, og þá sérstaklega stríðsátökin í Úkraínu.

Annars vegar valdi væntur efnahagssamdráttur í Evrópu því að menn kjósi frekar að geyma fjármuni sína í bandaríkjadal en öðrum gjaldmiðlum. Hin ástæðan er að mati Más landfræðilegt öryggi Bandaríkjanna, sem er fjarri þeim átökum sem geisa í Úkraínu.

„Gjaldmiðlaviðskipti fylgja oft sveiflum, þannig að ef verðsveiflur byrja á annað borð að fara í eina átt þá heldur sú sveifla áfram,“ segir Már sem líkir þessu við ruðningsáhrif í eina átt. „Það myndast eins konar vegatryggð, það er búið að afmarka veginn og þetta heldur áfram. Það hefur verið þróunin hér að bandaríkjadalur hefur verið að styrkjast jafnt og þétt í svolítinn tíma, síðan bætist við þetta stríðsástand í Evrópu og þá magnar það þessa þróun í eina áttina.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK