Fiskikóngurinn afhendir sonum sínum veldið

Kristján Berg Ásgeirsson – Fiskikóngurinn – hyggst eftirláta sonum sínum …
Kristján Berg Ásgeirsson – Fiskikóngurinn – hyggst eftirláta sonum sínum rekstur verslunarinnar eftir metár í rekstri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afkoma Fiskikóngsins og verslunarinnar Heitirpottar.is í fyrra var betri en nokkru sinni. Reksturinn skilaði 200 milljóna króna hagnaði en mikil eftirspurn var eftir fiski og heitum pottum í faraldrinum.

Vegna mikillar eftirspurnar hefur pottasalan þegar sprengt af sér húsnæðið en það var tekið í notkun vorið 2021. Þá stendur til að opna lítið veitingahús í Fiskikónginum á Sogavegi og bjóða fisk og franskar.

Sá bílasalana í Orlando

Kristján Berg Ásgeirsson, sem rekur Fiskikónginn og Heitirpottar.is, opnaði sína fyrstu fiskbúð 18 ára gamall og varð fljótt þjóðþekktur fyrir auglýsingar sínar.

„Ég er ekkert að finna upp hjólið. Ég fór einhvern tímann til Orlando í Bandaríkjunum og sá þá bílasalana taka upp sínar hallærislegu auglýsingar. Ég ákvað að gera eins og þeir; vera hallærislegur og lesa þetta upp sjálfur. Ég eyði bara ákveðinni upphæð í auglýsingar á mánuði. Las það einhvern tímann þegar ég var tvítugur að Kóka Kóla setti 3% af veltu í auglýsingar. Þá fékk ég þá uppskrift. Þannig að ef þú heyrir mikið í mér, eða ég er mikið áberandi, þá er ég einfaldlega að selja mikið.“

Kristján Berg tapaði miklu í hruninu, ekki síst á verðbréfum, en nú eru fyrirtæki hans í blóma. 

Ítarlegt viðtal við Kristján Berg má lesa í ViðskiptaMogganum. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK