24 miðlar teknir til gjaldþrotaskipta

Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri 24.is.
Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri 24.is. Samsett mynd

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði 2. nóvember sl. að bú 24 miðla ehf. skyldi tekið til gjaldþrotaskipta.

Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 

24 miðlar ehf. er rekstarfélag á bak við fjölmiðilinn 24 – Þínar fréttir sem tók til starfa í október 2021. Kristjón Kormákur Guðjónsson var ritstjóri miðilsins. 

Samkvæmt fréttatilkynningu sem send var út við stofnun miðilsins var hann alfarið i eigu starfsmanna hans en stofnendur miðilsins eru, auk Kristjóns Kormáks, þau Tómas Valgeirsson, Sunna Rós Víðisdóttir og Guðbjarni Traustason.

Miðillinn var ekki lengi í rekstri en í febrúar birtu blaðamenn vefsins frétt þar sem þeir lýstu yfir óánægju sinni með stjórnun miðilsins og sögðust ekki hafa fengið greidd laun.

Frestdagur við gjaldþrotaskiptin er 18. ágúst 2022 og verður skiptafundur fyrir búið haldinn 1. febrúar á næsta ári. 

Skorað á alla þá, sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur búunum að lýsa kröfum sínum fyrir skiptastjóra innan tveggja mánaða frá 3. nóvember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK