Viggó til liðs við Landsbankann

Viggó Ásgeirsson.
Viggó Ásgeirsson. Ljósmynd/Landsbankinn

Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar á einstaklingssviði Landsbankans.

Fram kemur í tilkynningu að Viggó stofnaði fjártæknifyrirtækið Meniga og hefur síðustu tólf ár starfað þar sem framkvæmdastjóri markaðsmála, mannauðsmála og rekstrar.

Áður var hann forstöðumaður markaðs- og vefdeildar hjá Landsbankanum í sex ár og forstöðumaður vefdeildar Búnaðarbankans í þrjú ár þar á undan.

Viggó er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK