Greiðir milljarða fyrir að villa um fyrir notendum

Málið er talið stefnumarkandi.
Málið er talið stefnumarkandi. AFP/Kenzo Tribouillard

Google hefur fallist á greiðslu til 40 ríkja Bandaríkjanna sem nemur í heild yfir 57,3 milljörðum króna í stefnumarkandi einkamáli sem höfðað var á hendur tæknirisanum.

Google var gefið að sök að leitarvél fyrirtækisins hefði villt um fyrir notendum með því telja þeim trú um að GPS-staðarákvörðun hefði verið óvirk í tækjum þeirra.

Matthew Platkin, dómsmálaráðherra New Jersey, segir að tæknifyrirtæki á borð við Google geti ekki þóst veita notendum kost á því að stýra því hvernig farið sé með persónuupplýsingar notenda þeirra, þegar þau „hunsa þessar stýringar til að safna og selja gögnin til auglýsenda gegn óskum notenda – með miklum hagnaði“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK