Ráðin til Solid Clouds

Daria Podenok og Trausti Skúlason.
Daria Podenok og Trausti Skúlason. Ljósmynd/Aðsend

Tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur ráðið Trausta Skúlason og Daria Podenok til að styrkja markaðsteymi félagsins.

Ráðningarnar eru liður í að undirbúa útgáfu leiksins Starborne Frontiers sem kemur út á næsta ári. 

Trausti hefur verið ráðinn sem auglýsingahönnuður og Daria sem auglýsingastjóri Solid Clouds. Auk þeirra hefur Jay Soltani verið ráðinn inn í hönnunarteymi tekjukerfa.

Trausti er lærður þrívíddarteiknari frá Aarhus Tech og bandaríska skólanum Animation Mentor. Hann hefur víðtæka reynslu af framleiðslu myndbanda, fyrir meðal annars Gagarín, Brandenburg, RÚV og dönsku félögin Designit og JA film, að því er kemur fram í tilkynningu.

Daria er með meistaragráðu í fréttamennsku frá Moskvuháskóla. Hún hefur áralanga reynslu af skipulagningu auglýsingaherferða á netinu og á samfélagsmiðlum. Hún starfaði síðast hjá Nordical Travel. Áður starfaði hún hjá markaðsfyrirtækinu The Engine/Pipar og þar áður hjá Yandex.  

Jay Soltani er með BS í viðskiptafræði frá Western Governors University. Hann hefur áralanga reynslu af fjármálagreiningum hjá bandarískum félögunum; Centerpoint og Carlsbad.

„Það er fengur fyrir Solid Clouds að fá jafn öfluga og reynda starfsmenn til liðs við okkur þegar við hefjum nú undirbúning á markaðssetningu nýjasta leiks félagsins, Starborne Frontiers. Leikurinn er kominn langt í þróun og því spennandi tímar framundan hjá félaginu,” segir Stefán Gunnarsson forstjóri Solid Clouds, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK