Fullur aðskilnaður Kaldbaks við Samherja

mbl.is/Sigurður Bogi

Fjárfestingafélagið Kaldbakur ehf., sem er dótturfélag Samherja, tók í gær formlega við Landsbankahúsinu við Ráðhústorg á Akureyri. Fram kemur á vef Samherja að ákveðið hafi verið að gera rekstur og fjárfestingar Kaldbaks sjálfstæðan.

Þá segir, að Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks og stjórnarformaður Samherja hf., hafi undirritað kaupsamninginn en sjö tilboð bárust í húsið og var tilboð Kaldbaks hæst. 

Þá segir, að frá því Samherji var stofnaður fyrir nærri fjörutíu árum, hafi félagið eignast hluti í ýmsum félögum sem í dag teljist ekki til kjarnastarfsemi Samherja, það er að segja veiðum, fiskeldi, vinnslu og sölu afurða.

„Til að skerpa á áherslum í starfseminni og auka gagnsæi hefur verið ákveðið að Kaldbakur taki yfir þessar eignir og verði sjálfstætt starfandi fjárfestingafélag,“ segir á vef Samherja. 

„Samkvæmt skiptingaráætlun er fullur aðskilnaður Kaldbaks við Samherja miðaður við uppgjör 30. júní 2022 og verður áætlunin að fullu komin til framkvæmda í lok þessa árs. Kaldbakur verður sterkt félag með eignarhluti í félögum bæði hér á Íslandi sem og erlendis,“ er haft eftir Eiríki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK