Segir Svein Andra hafa kært í nafni þrotabús sem búið var að slíta

Sveinn Andri Sveinsson var kærður fyrir fjárdrátt en kærunni hefur …
Sveinn Andri Sveinsson var kærður fyrir fjárdrátt en kærunni hefur verið vísað frá. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Konráð Jónsson hrl., lögmaður Skúla Gunnars Sigfússonar athafnarmanns, segir að ákvörðun ríkissaksóknara um að vísa kæru Skúla Gunnars á hendur Sveini Andra Sveinssyni hrl. fyrir fjárdrátt frá, sé fullkomlega órökstudd.

Morgunblaðið greindi frá því um helgina að ríkissaksóknari hefði staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að vísa frá kæru Skúla Gunnars á hendur Sveini Andra Sveinssyni hrl. fyrir fjárdrátt með því að hafa sem skiptastjóri þrotabús EK1923 dregið sér fé af fjárvörslureikningi þrotabúsins. Helstu rök héraðssaksóknara voru þau að skiptum í búinu væri lokið. Líta yrði á kæruefni sem svo að þau hafi fremur lotið að aðfinnslum við störf skiptastjóra, frekar en að þau gæfu tilefni til rannsóknar á meintum refsiverðum brotum.

Konráð segir í skriflegu svari til Morgunblaðsins að það liggi fyrir og sé staðfest af dómstólum að Sveinn Andri millifærði fjármuni af reikningi þrotabúsins án þess að hafa til þess heimild.

„Það er aukaatriði í málinu ef litið er svo á að heimildar til þess hafi verið aflað síðar. Kært brot var fullframið við millifærslu þóknunarinnar,” segir Konráð.

Þá segir Konráð að það komi þægilega á óvart að Sveinn Andri, sem hafi ítrekað borið því við að ekki sé hægt að sækja rétt á hendur honum sem skiptastjóra vegna þess að skiptum þrotabúsins sé lokið, skyldi kæra ákvörðun héraðssaksóknara um að vísa frá kæru Sveins Andra á hendur Skúla Gunnari og endurskoðanda hans til ríkissaksóknara í nafni þrotabúsins, 19 mánuðum eftir skiptalok.

„Það má búast við því að hann beri það ekki fyrir sig í væntanlegum málarekstri félaga Skúla á hendur honum vegna oftekinnar þóknunar úr þrotabúinu,” segir Konráð.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK