Olíuverð lækkar um rúm 5% á einum degi

Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 5,5% í dag.
Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 5,5% í dag. AFP

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 5% í dag og hefur ekki verið lægra síðan í janúar.

Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 5,5% niður í 82,84 bandaríkjadali á tunnu og WTI hráolían lækkaði um 5,7% niður í 75,55 bandaríkjadali á tunnu.

„Hráolíuverð hefur lækkað verulega vegna ótta við minni eftirspurn frá Kína, ásamt fregnum af því að Sádi-Arabía styðji hugmyndir um aukna framleiðslu,“ hefur AFP eftir Michael Hewson, aðal markaðssérfræðingi CMC Markets UK.

Hann sagði að olíuverð væri vel undir því sem það var áður en stríðið í Úkraínu hófst 24. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK