Amaroq rýkur upp eftir tilkynningu um stóra málmæð

Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq.
Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq.

Gengi bréfa málmleitarfyrirtækisins Amaroq Minerals hefur hækkað um 10,6% í tæplega 70 milljón króna viðskiptum á Firsth Norht markaðinum það sem af er degi.

Hækkunina má rekja til tilkynningar félagsins í morgun, þar sem fram kemur að rannsóknir félagsins bendi til þess að málmæðar sé að finna á tæplega átta þúsund ferkílómetra svæði félagins á Suður-Grænlandi. Þar sé mögulega að finna umtalsvert magn af kopar, gulli, járni, silfri og öðrum málum. Svæðið sem um ræðir Sava.

Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq, segir í tilkynningunni að niðurstaða rannsóknarinnar staðfesti að félagið haldi á verðmætum leyfum á svæðum sem innihalda stórar málmæðar. Amaroq fékk Sava leyfið í fyrra en áætlað er að svæðið innihaldi allt að 1,5% af málmþörf heimsins.

Bréf félagsins voru skráð á Firsth North markaðinn í byrjun nóvember og höfðu fram til dagsins í dag hækkað um tæp 4%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK