Umrótið skapar tækifæri til sóknar í Bretlandi

Gunnar Þór Þórarinsson við Berkeley Square í Mayfair.
Gunnar Þór Þórarinsson við Berkeley Square í Mayfair. mbl.is/Baldur

Gunnar Þór Þórarinsson, lögmaður hjá BBA//Fjeldco í London, segir aukna þekkingu og aukinn áhuga á Íslandi í bresku fjármálalífi skapa tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki.

Áhuginn hafi komið skýrt fram á kynningarfundum íslenskra fyrirtækja í London í október og í síðustu viku en þar hafi meðal annars verið fulltrúar Alvotech, Amaroq Minerals, Brims, Eimskips, Geo Salmo og Icelandair.

Varla nema svipur hjá sjón

Gunnar Þór segir niðursveifluna í Bretlandi skapa tækifæri fyrir íslenska fjárfesta. Líkt og þegar Baugur og fleiri íslenskir aðilar fjárfestu í London í byrjun aldarinnar sé verslunin þar nú á niðurleið.

„Oxford-stræti er varla skugginn af sjálfu sér en það eru tækifæri og það er mikið af fjármagni sem vill leita út. Lífeyrissjóðirnir þurfa til að mynda að fjárfesta erlendis. Það má segja að það geti skapast ný tækifæri fyrir Íslendinga og þá er ég ekki endilega að tala um smásölu heldur um ástandið almennt í Evrópu,“ segir Gunnar Þór.

Erlendir aðilar sýni því mikinn áhuga að fjárfesta í orkuskiptum á Íslandi en gjarnan sé fátt um svör. Því sé hætt við að fjármagnið muni leita til annarra landa.

Hvað varðar kosti þess að leggja sæstreng frá Íslandi telur hann betri tækifæri liggja í orkuskiptunum og möguleikunum á að nýta raforkuna til framleiðslu á grænu eldsneyti.

Ítarlegra viðtal er að finna í ViðskiptaMogga dagsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK