Hagnaður IKEA dregst verulega saman

Um 450 IKEA-verslanir eru um allan heim.
Um 450 IKEA-verslanir eru um allan heim. AFP/Loic Venance

Ingka, fyrirtækið sem á flestar IKEA-verslanirnar á heimsvísu, tilkynnti í dag að hagnaður fyrirtækisins síðasta fjárhagsári, sem lauk í ágúst sl., hafi dregist verulega saman og sé aðeins fimmtungur af hagnaði ársins þar á undan.

Ástæðan fyrir þessum miklu lækkunum mun vera vegna vaxtahækkana og þess að IKEA hætti starfsemi sinni í Rússlandi vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Hagnaður Ingka á síðastliðnu fjárhagsári, sem lauk í ágúst, var 287 milljón evrur eða rúmlega 42 milljarðar íslenskra króna. Árið áður var hagnaðurinn 1,6 milljarðar evra (235 milljarðar króna).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK