Finna leið fyrir viðskiptavini Landsbankans

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. mbl.is/​Hari

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, hvetur viðskiptavini bankans til þess leita til bankans ef það sér fram á fjárhagslega erfiðleika á næstunni. 

Tilkynnt var um hækkun stýrivaxta um 0,25 prósentustig hjá seðlabanka Íslands á miðvikudaginn.

„Það er þungt að vextir séu að hækka núna. Við sjáum ekki merki um aukin vanskil og staða heimila og fyrirtækja er almennt sterk. Við munum aðstoða fólk ef það sér fram á erfiðleika og hvetjum fólk til þess að hafa samband, því við munum finna leið fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Lilja í samtali við mbl.is.

„Varðandi vaxtaákvörðun þá skiptir máli að hafa í huga að við erum ekki að vinna bara með útlánavexti, við erum líka að verðleggja innlán.

Það sem við getum helst einblínt á er að vaxtamunurinn haldist hóflegur en þó þannig að rekstur bankans sé áfram traustur,“ segir Lilja og bætir við að vextir hafi verið að hækka á skuldabréfamarkaði og á erlendri fjármögnun.

Áhyggjur af neikvæðum viðskiptajöfnuði

„Við sjáum mikla veltu tengda verslun og þjónustu og höfum áhyggjur af því að viðskiptajöfnuður sé neikvæður því það þýðir að við erum að kaupa meira inn frá útlöndum en við erum að selja og afla í gjaldeyri,“ segir Lilja.

Hún segir að eftir nokkur ár af jákvæðum jöfnuði sé grunnurinn þó góður en það skipti máli að snúa jöfnuðinum því neikvæður jöfnuður hafi áhrif á gengi og þar með verðbólgu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK