7,5 milljarðar upp í 45,8 milljarða kröfur

Samtals námu lýstar almennar kröfur 45,8 milljörðum.
Samtals námu lýstar almennar kröfur 45,8 milljörðum. Ljósmynd/Aðsend

Skiptum er lokið á þrotabúi VBS eignasafns hf., en félagið hét áður VBS fjárfestingarbanki hf. Búskröfur og forgangskröfur upp á rúmlega 600 milljónir fengust greiddar að fullu auk 7,5 milljarða upp í 45,8 milljarða almennar kröfur, eða 16,4% endurheimtur. Greint er frá skiptalokunum í Lögbirtingablaðinu.

Langstærsti kröfuhafinn var Seðlabanki Íslands, en auk þess Glitnir og aðrar fjármálastofnanir. Þegar búið var tekið til skipta var fjárhagsstaðan þannig að taka þurfti lán svo hægt væri að greiða laun við skiptin. Farið var í fjölda riftunarmála vegna greiðsla sem höfðu átt sér stað fyrir skiptin.

Í slitameðferð frá árinu 2010

Hróbjartur Jónatansson, skiptastjóri búsins, segir í samtali við mbl.is að flest riftunarmálin hafi unnist og öll þau stóru.

Síðasta málið sem beðið var eftir var þó ekki riftunarmál heldur var deilumál á milli Byrs og lántaka hjá VBS og var bótamál sem viðskiptamaðurinn höfðaði á sínum tíma vegna fasteignaviðskipta. Átti VBS þar undir 700-800 milljónir að sögn Hróbjarts, en málið tapaðist í vor fyrir Landsrétti.

VBS var úrskurðað gjaldþrota árið 2015, en félagið hafði verið í slitameðferð frá árinu 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK