Hagvöxtur meiri en í samanburðarríkjum

Hagvöxtur mælist 7,3%
Hagvöxtur mælist 7,3% mbl.is/RAX

Hagvöxtur var 7,3% á síðasta ársfjórðungi 2022, sem er töluvert meira en mælist í samanburðarríkjum Íslands.

Helstu drifkraftar hans voru mikill vöxtur í útflutningi og kröftug einkaneysla. Kemur þetta fram í bráðabirgðatölum Hagstofunnar, sem birtar voru í morgun.

Þá hefur landsframleiðsla á föstu verðlagi ekki áður mælst meiri og munar þar nær 4% frá sama tíma 2019. Landsframleiðsla á mann hefur aftur á móti ekki náð sama marki og þá, að því er segir í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins.

Starfandi fólki fjölgað

Hagvöxtur eftir faraldurinn hefur að nokkrum hluta verið drifinn áfram af fjölgun starfandi fólks. Unnum stundum fjölgaði á þriðja ársfjórðungi ársins 2022 samanborið við sama tímabil árið 2021 en vöxturinn var þó ekki jafnmikill og vöxtur landsframleiðslunnar, sem gefur til kynna ða framleiðni þjóðarbúsins hafi aukist. 

Aðeins einu sinni hefur framleiðni á þriðja ársfjórðungi verið hærri og var það árið 2019. Þó ríkir mikil óvissa um þróun og framleiðni eftir kórónuveirufaraldurinn og er nauðsynlegt að hún nái sér aftur á strik, að mati ráðuneytisins. Horfast verði þó í augu við að framleiðni hafi farið minnkandi alþjóðlega undanfarna áratugi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK