Lárus Welding segir sögu sína í nýrri bók

Lárus Welding var bankastjóri Glitnis í 17 mánuði áður en …
Lárus Welding var bankastjóri Glitnis í 17 mánuði áður en bankinn féll. mbl.is/Kristinn

Ný bók, Uppgjör bankamanns, eftir Lárus Welding, fjárfesti og fv. forstjóra Glitnis, kemur út í lok vikunnar. Lárus var sem kunnugt er ráðinn forstjóri Glitnis vorið 2007, þá aðeins þrítugur, og gegndi stöðunni í um 17 mánuði, eða fram að falli bankans í byrjun október 2008.

Það sem ekki lá fyrir þegar bankinn féll var að „fram undan væri rúmlega áratugar löng barátta í íslenska réttarkerfinu þar sem ákæruvaldið gekk mjög hart fram á meðan Lárus gaf allt sitt í vörnina“ eins og það er orðað í kynningu bókarinnar. Þar segir jafnframt að bókin gefi mikilsverða sýn þeirra sem störfuðu í fjármálakerfinu og að Lárus varpi ljósi á efnahagshrunið og tengsl þess við hina alþjóðlegu fjármálakreppu.

Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, gefur í lok vikunnar út …
Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, gefur í lok vikunnar út bókina Uppgjör bankamanns.

Í bókinni fjallar Lárus um ýmislegt sem aflaga fór innan íslenska réttarkerfisins í tengslum við eftirleik hrunsins en Íslendingar, einir þjóða, fóru markvisst á eftir starfsmönnum bankanna. Fram kemur í bókinni að Lárus hafði réttarstöðu sakbornings í rúman áratug. Hann segir þar frá upplifun sinni af því þegar hann sætti gæsluvarðhaldi, hlerunum, húsleitum, margra vikna yfirheyrslum og loks fjórum ákærum.

Lárus starfaði áður sem framkvæmdastjóri Landsbanka Íslands í Lundúnum frá 2003 en þar áður hjá Íslandsbanka-FBA og forverum hans. Í bókinni rekur hann jafnframt tíma sinn þar.

Greint var frá útgáfu bókarinnar í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK