80 þúsund fleiri flugu með Icelandair

Flugframboð í nóvember var um 96% af framboði í nóvember …
Flugframboð í nóvember var um 96% af framboði í nóvember 2019. mbl.is/Árni Sæberg

250 þúsund farþegar flugu með Icelandair í síðasta mánuði, samanborið við 170 þúsund í nóvember í fyrra. Flugframboð í nóvember var um 96% af framboði í nóvember 2019.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Farþegar í millilandaflugi voru 227 þúsund, 76 þúsund fleiri en í nóvember á síðasta ári. Stundvísi í millilandaflugi var um 91% og sætanýting 73%, um tveimur prósentustigum hærri en í nóvember á síðasta ári.

Fjöldi farþega í innanlandsflugi fjölgaði um fjögur þúsund og voru í nóvember um 23 þúsund. Stundvísi var 87% og sætanýting í innanlandsflugi var 76% samanborið við 79% í nóvember í fyrra.

Fraktflutningar minnkuðu um 28% sem skýrist aðallega af aukinni notkun minni og sparneytnari Boeing Max flugvéla í farþegaflugi sem leiddi til minna framboðs á fraktrými, að því er segir í tilkynningunni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK