„Grunnur lagður að nýrri atvinnugrein“

Frá undirskriftinni.
Frá undirskriftinni.

Carbfix, Coda Terminal, Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto á Íslandi undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um uppbyggingu kolefnismóttöku- og förgunarstöðvar í Straumsvík undir heitinu Coda Terminal. 

Verkefnið leggur grunn að nýrri atvinnugrein hérlendis sem byggir á íslensku hugviti, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Þar segir einnig að kolefnismóttaka styðji við loftslagsmarkmið Íslands en ráðgert er að stöðin geti tekið á móti þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári, sem samsvarar rúmlega helmingi af árlegri losun Íslands.

100% afköst árið 2031

Áætlað er að fyrsti áfangi stöðvarinnar verði starfstækur árið 2026 og hún nái fullum afköstum árið 2031.

„Það er áhugavert að fylgjast með framvindu og þróun verkefnisins og við fögnum því að stöðinni hafi verið fundin staðsetning í Hafnarfirði. Ef allt gengur að óskum mun framkvæmdin ekki bara skila mikilvægum umhverfislegum ávinningi heldur einnig nýjum fjölbreyttum störfum í Hafnarfirði og opna á enn frekari nýsköpun, hugvit og tækni í bæ sem hýsir þegar fjölda tæknifyrirtækja.

Tækifærin eru mikil en Hafnarfjarðarbær mun leggja áherslu á að veittar verði ítarlegar upplýsingar og gott samráð haft við íbúa, fyrirtæki og aðra í bæjarfélaginu í gegnum allan feril framkvæmdarinnar,” er haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK