Fyrst félaga með geðheilsustefnu

Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins, segir að starfsfólk fyrirtækisins …
Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins, segir að starfsfólk fyrirtækisins sé virkilega ánægt með nýju geðheilsustefnuna. Eggert Jóhannesson

Auglýsingastofan Hvíta húsið hefur fyrst allra fyrirtækja á Íslandi sett sér geðheilsustefnu.

Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að Hvíta húsið hafi viljað sýna starfsfólki að geðheilbrigðismálin yrðu tekin alvarlega. Fyrirtækið myndi taka ábyrgð og verða leiðandi. „Við ætluðum ekki að gera það með því að bara halda stuttan fyrirlestur og niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Við vildum fara í ítarlega naflaskoðun á starfsumhverfinu og setja okkur markmið um gagngerar breytingar ef þess þyrfti. Þetta er eitthvað sem þarf að meitla inn í menninguna og mun taka tíma. Þess vegna settum við okkur langtímaplan þar sem við gerum ráð fyrir að þetta verði þriggja ára verkefni.“

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Starfsfólk Hvíta hússins getur m.a. leitað til sérstaks geðheilsufulltrúa og …
Starfsfólk Hvíta hússins getur m.a. leitað til sérstaks geðheilsufulltrúa og fengið ábendingar og leiðsögn um hvert beri að leita ef vandamál tengd geðheilsu koma upp. Eggert Jóhannesson

 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK