Munar um að fá fimm stjörnu hótel við Hörpu

Svanhildur Konráðsdóttir er í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.
Svanhildur Konráðsdóttir er í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Opnun Marriott Edition-hótelsins við hlið tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu færir íslenska ferðaþjónustu og ráðstefnuhald hér á landi upp á nýtt stig að mati Svanhildar Konráðsdóttur forstjóra Hörpu, sem er í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.

„Það breikkar framboðið, styrkir áfangastaðinn Reykjavík og er góð viðbót við þau flottu hótel sem eru starfrækt hér nú þegar,“ segir Svanhildur í viðtalinu.

Breytingar gerðar í faraldrinum

„Það er ákveðinn hópur af fólki sem vill aðeins gista á svona hótelum og nú erum við í stöðu til að taka við þeim hópi hér í Reykjavík. Það eru einnig nokkur dæmi um að erlend fyrirtæki hafi komið með stjórnendur hingað til lands þar sem notast er við fágætisferðaþjónustu til að blanda saman hvataferð og fundahöldum. Veltan af þessum viðburðum í Hörpu er ekki mikil í stóra samhenginu en Harpa í bland við góð hótel og spennandi upplifun af landinu er aðdráttarafl fyrir svona hópa – sem skilja mjög mikið eftir.“

Í viðtalinu er einnig rætt um þær breytingar sem gerðar voru á bæði útliti og starfsemi hússins meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð, hvernig gengið hefur að byggja starfsemina upp á ný, um ýmsa viðburði sem Harpa leggur markvisst kapp á að sækja að utan, um sjálfbærnistefnu hússins og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í því samhengi sem og fjárhagslegan rekstur Hörpu.

Lesa má viðtalið í heild á síðum 6-7 í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK