Musk segir fjárhaginn kominn á réttan kjöl

Elon Musk hefur starfað sem forstjóri Twitter frá því að …
Elon Musk hefur starfað sem forstjóri Twitter frá því að hann tók yfir fyrirtækið. AFP/Samuel Corum

Miklar hagræðingar innan Twitter hafa gert það að verkum að fjárhagur fyrirtækisins er loks kominn á réttan kjöl, að sögn Elon Musk fráfarandi forstjóra, sem leitar nú að staðgengli.

Eftir að auðkýfingurinn tók yfir fyrirtækið hefur ríflega helmingi starfsmanna verið sagt upp og voru æðstu stjórnendur í hópi þeirra sem fengu reisupassann.

Varið fimm vikum í að skera niður kostnað

Að sögn Musks hefði fyrirtækið tapað þremur milljörðum bandaríkjadala á hverju ári ef ekki hefði verið gripið til þessara ráðstafana.

„Sem er ekki gott í ljósi þess að Twitter er einungis með milljarð dala í lausafé. Þess vegna hef ég varið síðustu fimm vikum í að skera niður kostnað,“ segir Musk.

„Frá mínu sjónarhorni séð þá er þetta eins og að vera í flugvél sem stefnir í átt að jörðu á miklum hraða, þar sem vélarnar standa í ljósum logum og stjórntækin virka ekki,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK