Kjartan tekur við Skógarböðunum

Skógarböðin eru við rætur Vaðlaheiðar.
Skógarböðin eru við rætur Vaðlaheiðar. Ljósmynd/Axel Þórhallsson

Kjartan Sigurðsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Skógarbaðanna í Eyjafirði, en forveri hans, Tinna Jóhannsdóttir, óskaði eftir að láta af störfum eftir að hafa gegnt stöðu framkvæmdastjóra í rúmt ár.

Kjartan hefur rekið fyrirtækið Procedo ehf. undanfarin ár en fyrirtækið sérhæfir sig í almennri viðskiptaráðgjöf.

Hefur störf í janúar

Kjartan mun hefja störf um miðjan janúar nk. og Tinna verður honum til halds og trausts fyrstu vikurnar í starfi.

Kjartan er með MBA-gráðu í viðskiptastjórnun frá Coastal Carolina University, en hann kláraði einnig B.Sc. í viðskiptafræði hjá sama skóla. Meðfram starfi sínu situr Kjartan í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar.

„Fyrir hönd stjórnar Skógarbaðanna þakka ég Tinnu fyrir mjög gott starf og óskum við henni góðs gengis í nýjum verkefnum. Á sama tíma hlökkum við til samstarfsins við Kjartan sem við vitum að mun hlúa vel að áframhaldandi velgengni Skógarbaðanna,“ segir Sigríður María Hammer stjórnarformaður í tilkynningu frá fyrirtækinu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK