Play með fjóra nýja áfangastaði

Fram kemur í tilkynningu frá Play, að nýju áfangastaðirnir falla …
Fram kemur í tilkynningu frá Play, að nýju áfangastaðirnir falla allir vel að tengiflugsleiðakerfi Play til áfangastaða í Norður-Ameríku sem eru New York, Boston, Washington og Baltimore. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfélagið Play hefur nú bætt við fjórum nýjum áfangastöðum. Um er að ræða dönsku borgirnar Álaborg, Árósa og Billund. Í Þýskalandi bætist við borgin Düsseldorf. 

Fram kemur í tilkynningu að fyrsta ferð Play til Düsseldorf verði farin 8. júní en flogið verður þrisvar í viku.

Þá segir að jómfrúarferðin til Álaborgar verður farin 10. júní. Flogið verður tvisvar í viku. 

Play mun fljúga fyrsta áætlunarflugið sitt til Árósa þann 12. júní en flogið verður tvisvar í viku. 

Þá mun Play hefja flug til Billund í Danmörku þann 15. júní. Flogið verður tvisvar í viku. 

„Okkur hefur lengi dreymt um að gera betur við þann mikla fjölda Íslendinga sem býr í Danmörku og með þremur nýjum áfangastöðum í landinu teljum við að þjónustan verði stórbætt. Það er mikið gleðiefni. Með þessari viðbót við leiðakerfið verður Play með sex áfangastaði í Skandinavíu næsta sumar, tvo í Svíþjóð og fjóra í Danmörku,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK