Allir þjónar með yfir milljón á mánuði

Nokkur umræða hefur átt sér stað um þá staðreynd að ákvæði í kjarasamningum valda því að skólafólk sem mætir til starfa seinni partinn á veitingahúsum fær 33% álag á launataxta, sem reynslumeira fólk, í fastri vinnu en vinnur dagvinnu, nýtur ekki góðs af. 

Jón Mýrdal veitingamaður á Kastrup og Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður á Brút og Vínstúkunni tíu sopum eru gestir Dagmála og þar er þetta meðal umræðuefna.

„Mjög hátt hlutfall af okkar starfsfólki er skólafólk og aukafólk sem vinnur eftir klukkan 5. Það fer náttúrulega á 33% álag strax. Það er mest að gera hjá okkur á kvöldin og um helgar og það fer beint á 33% álag ofan á þessa umsömdu taxta. Þannig að víða á Norðurlöndum byrjar víða yfirvinnan seinna og það myndi náttúrulega hjálpa okkur en þá kannski hækka hækka þá dagvinnulaunin í staðinn. Það vill enginn borga slæm laun. Það er ekki þannig,“ segir Jón Mýrdal.

Mynduð þið fá ungt og áræðið fólk til starfa ef þetta myndi tikka seinna inn?

„Það hefur verið samkeppni. Þegar ég opnaði Messann í Lækjargötu þá var mjög mikil samkeppni um þetta. Ferðamannabólan var byrjuð. Það var allt búming og maður þurfti að borga öllum þjónum yfir milljón krónur á mánuði. Þá voru menn með ansi hreint góð laun. Svo kom covid en þenslan kom strax aftur. Það byrjuðu strax yfirboð. Við verðum að hafa fólk í vinnu. Jú. Þetta myndi ná einhverju jafnvægi að fólk myndi vilja vinna af því að yfirvinnan myndi byrja seinna. Þetta er bara vinna sem hentar sumum. Þetta er t.d. frábært fyrir skólafólk.“

Ólafur Örn segir að veitingamenn hafi áhuga á að ræða þessi mál og nýjar útfærslur en hins vegar segist hann ekki vita hvort verkalýðshreyfingin sé reiðubúin í það samtal.

Viðtalið má í heild sinni sjá og heyra hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK