Ekkert saknæmt við skattskil Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. mbl.is/Hákon Pálsson

Skatturinn ­hefur ­nú lokið ítarlegri úttekt á rekstri Samherja og tengdra félaga á tímabilinu 2012-2018. Niðurstaða úttektarinnar er að ekkert saknæmt hafi átt sér stað í rekstri félaga innan samstæðu Samherja.

Að frumkvæði Skattsins hefur Samherji gengist undir sátt og greiðir 230 milljónir króna auk vaxta vegna endur­álagningar og sektar, eða innan við 1% af heildarskattskilum félaga innan samstæðunnar á umræddu tímabili.

Samhliða þessu hefur embætti héraðssaksóknara fellt niður sakamálarannsókn á hendur félaginu og stjórnendum þess. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að sér sé létt vegna niðurstöðunnar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK