Umfjöllun um söluna langt komin

Íslandsbanki og Alþingi.
Íslandsbanki og Alþingi. Samsett mynd

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hyggst halda áfram umfjöllun sinni um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á fundi sínum í dag.

Þetta er sextándi fundur nefndarinnar þar sem málið er tekið fyrir. Frá því að nefndin kom saman síðast hefur Íslandsbanki tilkynnt að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands telji að bankinn kunni að hafa brotið lög í söluferli bankans í mars.

„Ég ætla ekki að neita því að þessi tilkynning sem kom á dögunum varpar enn skýrara ljósi á það sem hugsanlega var í gangi þarna,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, en tekur fram að umfjöllun nefndarinnar fjalli um skýrslu Ríkisendurskoðunar. Rannsókn FME sé ekki lokið og fari aðra leið í gegnum kerfið.

Þórunn segir umfjöllun nefndarinnar komna nokkuð langt en farið verði yfir stöðuna í dag og næstu skref ákveðin. Ekki sé búið að ákveða hvort fleiri gestir verði kallaðir á fund nefndarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK