Kólnunin komin til að vera

Landsbankinn.
Landsbankinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,7% milli mánaða í desember. Sérbýli lækkaði um 2,1% en fjölbýli mun minna, um 0,3%. Íbúðaverð hefur ekki lækkað eins mikið milli mánaða og nú síðan í febrúar árið 2019.

Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Árshækkun vísitölunnar í desember er 17,4%, þar af 17,8% fyrir fjölbýli og 16,7% fyrir sérbýli.

„Árshækkun íbúðaverðs yfir árið 2022 (meðaltal árs) er mjög sambærileg því sem við spáðum í október - verðið hækkaði um 22,2% milli áranna 2021 og 2022 og við spáðum því að það myndi hækka um 22%,“ segir í Hagsjánni.

Verðbólguspá hagfræðideildarinnar breytist fyrir janúarmánuð breytist örlítið því nú gerir hún ráð fyrir 9,3% verðbólgu en ekki 9,4% eins og hún spáði í síðustu viku.

„Breytingar milli mánaða geta verið mjög sveiflukenndar, sérstaklega fyrir sérbýli, og því ber að varast að lesa of mikið í einstakar mælingar. Það er samt ljóst að markaðurinn hefur kólnað töluvert frá miðju sumri og teljum við að sú kólnun sé komin til að vera í þó nokkurn tíma,“ segir þar einnig.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK