Fellabakstur tekinn til gjaldþrotaskipta

Fellabakstur hefur nú verið tekinn til gjaldþrotaskipta.
Fellabakstur hefur nú verið tekinn til gjaldþrotaskipta.

Bakaríið Fellabakstur, sem starfrækt hefur verið um áratugaskeið í Fellabæ í Múlaþingi, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp af Héraðsdómi Austurlands í fyrradag. Reksturinn hefur verið þungur um nokkurt skeið en stjórn félagsins óskaði nýverið eftir því að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta.

Heiðar Ásberg Atlason lögmaður hefur verið skipaður skiptastjóri yfir búinu. Eignir félagsins verða auglýstar til sölu á allra næstu dögum, og ætlar skiptastjóri sér að selja allar eignir þrotabúsins.

„Vonandi sér einhver sér hag í því að taka þetta yfir,“ segir Heiðar Ásberg í samtali við ViðskiptaMoggann. „Það er eignir þarna inni, enda bakarí í fullum rekstri. Allt til alls þótt tækin séu ekki ný. Ákjósanlegast væri ef nýr rekstaraðili tæki við.“

Kröfulýsingarfrestur er til 19. mars næstkomandi og þá kemur í ljós hverjar heildarskuldir þrotabúsins eru. Meðal kröfuhafa eru birgjar, starfsmenn félagsins og leigusali fyrirtækisins.

Þráinn Lárusson eigandi Fellabaksturs sagði í samtali við mbl.is á dögunum að tími svona bakaría væri liðinn, aðspurður um tímabundna rekstrarstöðvun bakarísins. Greindi hann frá því að fólk veldi í auknum mæli að kaupa brauð frá stórum verksmiðjubakaríum sem boðið gætu brauðið á hagstæðara verði. Þá væri viðbúið að bakarí eins og Fellabakstur legði upp laupana. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK